Skipulagsdagur

Við minnum á að leikskólinn er lokaður þriðjudaginn 6.apríl vegna skipulagsdags starfsfólks.

Gulur dagur í tilefni páskanna

Rokkum á Sokkum

Gæðamálörvun á degi hverjum

Í daglegu starfi á leikskólanum þarf að baða börn í tungumáli. Börn þurfa fyrirmyndir frá fullorðnum til að læra tungumálið. Börn læra líka málið með því að vera í samskiptum við önnur börn. Máltaka og málþríun er ekki fyrirhafnarlaus. Við fullorðna fólkið þurfum að nota gæðamálörvun allan daginn. Nota hvert einasta tækifæri, alla daga. Meðfylgjandi er pdf skjal þar sem ýmis ráð eru gefið varðandi gæðamálörvun

Sumarlokun 2021

FRÆÐSLUEFNI FYRIR FORELDRA

Foreldrar hafa væntingar, vonir og óskir varðandi barn sitt og framtíð þess. Spurningar eins og líður barninu vel? Kann það góð samskipti? Á það góða vini? Gengur námið vel? Mun barnið halda áfram í skóla? Mun barnið mitt hafa val í lífinu? Ein af undirstöðum velgengni er að ná tökum á máli og læsi. Það að ná tökum á máli og læsi er samvinnuverkefni margra. Það eru foreldrar sem gegna veigamesta hlutverkinu en afar, ömmur, systkini, vinir, kennarar og fleiri skipta einnig miklu máli. Foreldrar eru fyrstu kennarar barnsins og hafa mestu áhrifin á líf þess og nám.