FRÆÐSLUEFNI FYRIR FORELDRA
01.03.2021
Foreldrar hafa væntingar, vonir og óskir varðandi barn sitt og framtíð þess. Spurningar eins og líður barninu vel? Kann það góð samskipti? Á það góða vini? Gengur námið vel? Mun barnið halda áfram í skóla? Mun barnið mitt hafa val í lífinu? Ein af undirstöðum velgengni er að ná tökum á máli og læsi.
Það að ná tökum á máli og læsi er samvinnuverkefni margra. Það eru foreldrar sem gegna veigamesta hlutverkinu en afar, ömmur, systkini, vinir, kennarar og fleiri skipta einnig miklu máli. Foreldrar eru fyrstu kennarar barnsins og hafa mestu áhrifin á líf þess og nám.