Framundan eru Vökudagar á Akranesi og öll börnin á leikskólanum taka þátt í dagskránni á einn eða annan hátt.
Elstu börn leikskólans- (árgangur 2018) heldur tónleika í Tónbergi-tónlistarskólanum þann 2.nóvember klukkan 14.00. Þar munu þau syngja og spila Eyjalögin. Aðgangseyrir er 500.- og rennur ágóðinn í hljóðfærasjóð Vallarsels.
Árgangur 2019 verður með ljósmyndasýningu í Tónbergi og eru meðfylgjandi myndir af því þegar sýningin var sett upp (í morgun)
Myndefnið er valið af þeim sjálfum en með tengingu við nærumhverfi leikskólans og Langasand.
Allir árgangar leikskólans taka svo þátt í svokallaðri Listagöngu. Þar munu börnin setja í glugga leikskólans listaverk/myndir sem þau hafa búið til.
Við hvetjum ykkur til þátttöku á Vökudögum, koma á tónleika, skoða ljósmyndasýninguna og taka svo rölt í kringum leikskólann ❤