Tengjumst í leik - foreldranámskeið haldið í annað sinn

Í gær, þann  21. janúar hófst annað námskeið fyrir foreldra í Tengjumst í leik.  Í þetta skiptið var öllum foreldrum boðið að taka þátt í námskeiðinu en ekki bundið við ákveðinn árgang.

Hvað er Tengjumst í leik (e. Invest in play)

Tengjumst í leik er námskeið fyrir foreldra og forráðamenn barna þarsem áhersla er lögð á jákvæð samskipti og samveru foreldra og barna í gegnum leik.
Á námskeiðinu er foreldrum/forráðamönnum kenndar áhrifaríkar aðferðir sem auka sjálfsöryggi í uppeldishlutverkinu, ásamt því að stuðla að bættri núvitund og draga úr streitu, auka sjálfstjórn og skilning á eigin þörfum sem og þörfum barna sinna.
Markmið námskeiðsins er að valdefla foreldra/forráðamenn í uppeldishlutverki sínu og efla um leið þjónustu við börn og foreldra.

Leiðbeinendur á námskeiðinu þessu sinni eru Kristrún Matthíasdóttir aðstoðarleikskólastjóri og Maren Ósk Elíasdóttir verkefnastjóri á Mennta- og  menningarsviði Akraneskaupsstaðar.