Sæl öll.
Framundan er langt og gott páskafrí/skráningardagar og rauðir dagar, bæði hjá börnum og starfsfólki. Það er okkar einlæg ósk að allir geti notið .þessa frídaga eins og best verður á kosið. Eftir páskafrí verður vonandi vorið komið og hitastig farið að hækka. Það verður gott að komast úr kuldagallanum og fara í léttari fatnað í útiveru.
Oft er gott að nota páskafríið til að yfirfara töskur barnanna. Einhverjir hafa tekið þroskakipp í vetur og eru vaxnir upp úr fötum og skóm sem gott væri þá að endurnýja fyrir sumarið.
Kær páskakveðja frá börnum og starfsfólki leikskólans Vallarsels