Kæru foreldrar og forráðamenn barna í leikskólanum Vallarsel
Framundan eru jólin með öllu sem því tilheyrir. Mikil spenna er í hópnum og við erum vissar um að það er líka þegar heim er komið. Skráningardagar taka við á föstudaginn 22.desember til og með 29.des og er mikill fjöldi barna í fríi frá leikskólanum. Það hafa fjölmargir foreldrar skráð börnin sín í frí um jól og áramót og hafa með því nýtt sér tilraunaverkefni Akraneskaupsstaðar. Fyrir þá sem munu nýta sér opnun leikskólans, þá munum við sameina deildarnar og leggjum áherslu á rólegheit og notalega samveru. Nánara skipulag varðandi sameiningu deilda verður sent út þegar nær dregur.
Þann 2.janúar er svo Skipulagsdagur fyrir hádegi og leikskólinn opnar þann dag klukkan 12.00. Boðið verður upp á léttan hádeg
Við þetta tækifæri viljum við senda ykkur öllum okkar bestu óskir um gleðileg jóla og farsælt komandi ár með þökk fyrir samverustundir og samvinnu á árinu sem er að líða. Megi nýja árið gefa ykkur hamingju, gleði, birtu og yl. Bestu jóla og nýárskveðjur Starfsfólk leikskólans Vallarsels