Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt ár öll og innilegt þakklæti fyrir árið sem var að líða.

Skólastarfið er nú allt komið á fullt aftur eftir gott og nærandi frí um jól og áramót. Það voru kátir og glaðir krakkar sem mættu hress í leikskólann og það er gott að rútínan sé komin af stað aftur

Föstudaginn 24.janúar er Bóndadagur og Þorri byrjar. Þann dag verður kjötsúpa og boðið upp á “létt” þorrasmakk. Fyrstu vikuna í febrúar er Tannverndarvikan og verður unnið með hana á öllum deildum.

Mánudaginn 6.febrúar er Dagur leikskólanna. Þann dag ætla leikskólarnir á Akranesi að minna á sig og það starf sem þar er unnið. Nánar verður sagt frá því er nær dregur.

Við minnum ykkur á að skoða vel Viðburðardagatöl í fataherbergjum deildanna.

Skráningardagar í febrúar 2025

Þann 21.febrúar og 24.febrúar eru skráningardagar í Vallarseli.

Allir foreldrar fengu senda staðfestingu í tölvupósti á skráningunni fyrir barn/börn þeirra.

Ef einhver er óöruggur með skráningarnar og finnur ekki tölvupóstinn þá er alltaf hægt að hafa samband við leikskólastjóra á email vallarsel@vallarsel.is