Í dag, föstudaginn 26.janúar héldum við upp á Bóndadaginn og fögnuðum því að Þorrinn væri genginn í garð.
Börnin hafa síðustu vikur verið að undirbúa þennan dag á ýmsan máta. Ýmist bjuggu deildar til "víkinga" kórónur og/eða föndruðu stelpurnar hálsbindi fyrir strákana í tilefni dagsins.
Þá verður boðið upp á alíslenska kjötsúpu í hádegismatnum og boðið verður upp á harðfisk og smjör.