Bóndadagur

Sæl.

Á morgun, föstudaginn 20.janúar er Bóndadagurinn haldinn hátíðlegur í leikskólanum.  Við, sem við viljum og getum, mætum í lopapeysu/ullarsokkum á þessum degi ásamt því að í hádeginu fá börnin (sem vilja)  að bragða á ramm-íslenskum þorramat.  Við erum að tala um hákarl, sviðasultu og hrútspunga.

Bóndagurinn markar upphaf Þorrans sem er/var einn af gömlu mánuðum frá norræna tímabilinu.