Áríðandi skilaboð

ÁRÍÐANDI SKILABOÐ!

Kæru foreldrar og forráðamenn

Á morgun, mánudaginn 8.nóvember, mun leikskólinn opna á ný. Það hefur komið upp smit á einni deildinni hjá okkur (Jaðri) og er hún því lokuð og börn og starfsfólk þar eru komin í sóttkví.

Til að gæta allra sóttvarna, verðum við að grípa til fyrri aðgerða í sóttvörnum og :

  1. Taka á móti börnunum í hurðinni sem þýðir að foreldrar fá ekki að koma inn í leikskólann.
  2. Skila úti þeim börnum sem eru með vistun til 16.15
  3. Þau börn sem eru með lengri vistun en til 16.15 verður skilað í hurð á Völlum
  4. Þeir foreldrar sem geta eru hvattir til að sækja börnin sín fyrr að deginum til , til þess að dreifa fjöldanum og koma þannig í veg fyrir öngþveiti við útidyrnar í lok dags.

Með samtilltu átaki náum við að koma í veg fyrir frekari smit og ég veit að við getum gert þetta saman.

Með fyrirfram þökk

Vilborg starfandi leikskólastjóri