Afsláttur af leikskólagjöldum í desember-27.-30.desember

Kæru foreldrar
Akraneskaupstaður hefur ákveðið að bjóða foreldrum afslátt af leikskólagjöldum í desember, nánar tiltekið dagana 27., 28., 29., og 30. desember.
Með því er leikskólunum gert kleift að losa orlofsdaga og uppsafnaða styttingu vinnuviku starfsmanna sinna.
 
Nú þegar eru margir foreldrar sem kjósa að nýta ekki dagana milli jóla og nýárs í vistun en hafa verið að borga fyrir þá.
Ákveðið hefur verið að fella niður gjaldið hjá þeim sem ekki þurfa að nýta þessa daga.
 
Dagana á milli hátíða verður því lágmarks starfsemi í leikskólum Akraneskaupstaðar. Deildir verða lokaðar eða sameinaðar allt eftir fjölda barna og starfsmanna.
 
Mikilvægt er að allir foreldrar tilkynni leikskólastjóra á netfangið vilborg.valgeirsdottir@vallarsel.is hvernig vistun verði háttað, hvort sem börn eru í vistun eða fríi þessa daga.
 
Til þess að niðurfelling verði á gjöldum í desember þarf tilkynning að berast leikskólastjóra fyrir 6. desember um áðurnefnda daga og minnum við á að skráning er bindandi.
 
Vonandi mun ákvörðun bæjarráðs Akraneskaupstaðar gefa tækifæri til jákvæðrar samveru yfir hátíðirnar fyrir fjölskyldur barnanna og starfsfólks.
 
Með virðingu og vinsemd.
Vilborg Guðný Valgeirsdóttir
Aðstoðarleikskólastjóri/sérkennslustjóri
Tónlistarleikskólinn Vallarsel,
Skarðsbraut 6, 300 Akranesi.
sími: 433-1220
vilborg.valgeirsdottir@vallarsel.is