Dagur leikskólans

Til hamingju með daginn!
Sjötti febrúar er Dagur leikskólans en á þeim degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara með sér sín fyrstu samtök.
Markmiðið með deginum er að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og um leið beina athygli samfélagsins að því faglega og metnaðarfulla starfi sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum.

Í dag er haldið upp á daginn á öllum deildum á leikskólanum.  Allar deildar eru klæddar í mismunandi liti og svo verður haldið ball í salnum okkar. Okkur þykir mjög vænt um þennan dag og við höldum hann hátíðlegan.

Menntamálastofnun heldur upp á daginn með því að minna á nýútkomna bók Orð eru ævintýri.
Orð eru ævintýri er gjöf til allra þriggja og fjögurra ára barna á Íslandi. Um er að ræða myndaorðabók sem býður upp á tækifæri til að spjalla um orð daglegs lífs og efla orðaforða. 
Á morgun munu þriggja til fjögurra ára börn í leikskólanum Vallarseli fá bókina afhenta.  Hún verður sett í hólfin hjá börnunum.