Vinnureglur vegna undirmönnunar í leikskólum

Vinnureglur – viðmið

Viðbrögð og aðgerðir vegna undirmönnunar í leikskólum, sem skapast í veikindum eða öðrum fjarvistum starfsmanna í leikskólum Akraneskaupstaðar.

 

1.  Undirmönnun telst þegar barnafjöldi á leikskólakennara / starfsmann fer yfir það viðmið sem rekstraraðili setur um barnafjölda og er í samræmi við reglugerð Menntamálaráðuneytis.

2.  Ávallt skal skoða hlutfall starfsmanna og þeirra barna sem mætt eru í skólann hverju sinni.

3.  Þurfi að skerða dvalartíma barna, skal reynt að dreifa skerðingunni eins og kostur er.

4.  Sé um einföldun á starfsemi skóla að ræða eða dvalartími barna er skertur, skal ákvörðun um það tekin af leikskólastjóra og deildarstjórum.  Leikskólastjóri og deildarstjórar leggja til með hvaða hætti skerðingin og einföldunin verði.

5.  Reynt skal að tilkynna foreldrum um skerðingu með eins löngum fyrirvara og kostur er.  Þá skal reynt að gefa foreldrum aðvörun ef líkur eru á neyðarástandi, en leikskólinn áskilur sér þann rétt að grípa til fyrirvaralausrar skerðingar vegna óviðráðanlegarar undirmönnunar.

6.  Aðgerðir til að mæta undirmönnun:

  • Afleysingarstaða er ekki bundin ákveðinni deild, heldur fer hún á milli deilda eftir þörfum.
  • Starfsemi einfölduð.
  • Dvalartími barna skertur, eða foreldrar beðnir um að sækja börn sín fyrr.
  • Leikskólastjóri hefur heimild til að nýta stuðningsstöður til afleysinga við þessar aðstæður.

7.  Leikskólinn grípur til aðgerða á þriðja degi undirmönnunar á eftirfarandi hátt:

  • Vanti 3-6 starfsmenn af deildum (m.v. fjölda deilda í hverjum skóla) í fleiri en 2 daga verður leikskólastjóri að senda börn heim eða skerða dvalartíma barna.
  • Komi til skerðingar skulu systkini vera heima á sama tíma.
  • Skerðing getur verið fólgin í því að börn séu heima, ýmist hluta úr degi eða allan daginn.
  • Tryggt sé að öll börn verði fyrir skerðingu einu sinni áður en skerðing kemur til framkvæmda öðru sinni.
  • Til að koma í veg fyrir frekari skerðingu á þjónustu leikskóla Akraness, skulu börn starfsmanna ekki send heim.

 

Unnið af leikskólastjórum á Akranesi í ágúst 2009.