Saga skólans

Sunnudaginn 20. maí 1979 var fyrsti áfangi Vallarsels tekinn í notkun. Húsið var það fyrsta á Akranesi, sem byggt var sem leikskóli og þótti mönnum þá stórt skref stigið í leikskólamálum bæjarins. Arkitektar voru Guðmundur Kr. Guðmundsson og Ólafur Sigurðsson.

Í fyrstu var um tvær deildir að ræða, þar sem börnin dvöldu ýmist fyrir eða eftir hádegi í 4 kl.st. í senn. Ekki var boðið upp á mat í leikskólanum heldur komu börnin með nesti. Á morgnana dvöldu samtímis 40 börn og eftir hádegi 42 þannig að alls fengu 82 börn leikskólavist í Leikskólanum við Skarðsbraut eins og hann var kallaður.

Vorið 1982 var hafist handa við byggingu þriðju deildarinnar sem var „dagheimilisdeild“, en þar var dvalartími barnanna allur dagurinn, þar af leiðandi var gert ráð fyrir eldhúsi í þessum áfanga.  Það var svo um mitt ár 1985 sem þessi bygging var tekin í notkun en með henni bættust við 24 heilsdagspláss.

Síðla árs 2002 ákváðu bæjaryfirvöld að byggja nýjan leikskóla. Í ljósi þess að nægjanlegt lóðar-rými var til staðar við Vallarsel var ákveðið að stækka þann leikskóla um þrjár deildir. Fyrsta skóflu- stungan var tekin af börnunum í Vallarseli þann 24. júní 2003. Þá um sumarið fóru fram lagfær- ingar á eldri hluta leikskólans sem við í daglegu tali köllum Vallarsel. Eldhúsið var stækkað og búið fullkomnum tækjum, starfsmannaaðstaða stórbætt og lóðin hönnuð upp á nýtt. Í ágústlok hófust síðan framkvæmdir við nýbygginguna sem við í daglegu tali köllum Selið. Það var síðan tekið í notkun í tveimur áföngum, tvær deildir 1. febrúar 2004 og sú þriðja 18. mars sama ár.

Leikskólinn Vallarsel er 930,6 fermetrar með leikskólarými fyrir 143 börn samtímis. Í dag er Vallarsel glæsilegur 6 deilda leikskóli með stórum sal og listasmiðju, vinnuherbergi starfsmanna og aðstöðu fyrir sérkennslu. Öll aðstaða bæði barna og starfsmanna er til fyrirmyndar.

Deildirnar í Vallarseli heita: Skarð, Jaðar og Vellir nöfn sem vísa í umhverfið.
Í Selinu heita þær: Lundur, Stekkur og Hnúkur nöfn sem vísa í fjallið okkar.

Eldhúsið heitir: Langisandur

Skrifstofa leikskólastjóra heitir: Þjótur

Skrifstofa aðstoðarleikskólastjóra og sérskennslustjóra heitir: Laut

Kaffistofa starfsfólks heitir: Skessuhorn