Hagnýtar upplýsingar

Aðlögun:

Að byrja í leikskóla er stórt en jafnframt mikilvægt og skemmtilegt skref í lífi barns. Það er grundvallaratriði að aðlögun takist vel og sé barninu jákvæð reynsla. Það tryggir að barnið verður öruggara og ánægðara í leikskólanum. Áætlaður tími til aðlögunar er minnst vika. Í fyrstu heimsókn barns og foreldra er skólinn og starfsemi hans kynnt ásamt því að gengið er frá “pappírsmálum”. Foreldri er með barninu inn á viðkomandi deild í annarri heimsókn en dregur sig síðan í hlé með því að fara út af deildinni og síðan út af leikskólanum. Framganga aðlögunarinnar er undir handleiðslu deildarstjóra og fer alfarið eftir viðbrögðum barnsins og aðstæðum foreldra. Aðlögunartíminn er einnig mikilvægt tækifæri fyrir foreldra til að kynnast starfsfólki deildarinnar

Tveimur til þremur vikum eftir að barn byrjar í leikskólanum er foreldrum boðið upp á foreldraviðtal af viðkomandi deildarstjóra.

 

Að sækja barn í leikskólann:

Að ráði umboðsmanns barna höfum við í Vallarseli sett okkur þá reglu að börn yngri en 12 ára megi EKKI sækja barn í leikskólann. Umboðsmaður barna telur eðlilegt og ábyrgt að leikskólar setji sér reglu í þessu sambandi.

 

Grunntími:

Áríðandi er að foreldrar virði, að EKKI er leyfilegt að barn sé í leikskólanum utan þess tíma sem keyptur er. ALLT SEM ER UMFRAM KEYPTAN GRUNNTÍMA KOSTAR AUKALEGA. Hefð er fyrir því að starfsfólk skrái komu- og farartíma barnanna.

 

Dvalargjald:

Gjaldið greiðist fyrirfram. Gjaldskrá er endurskoðuð einu sinni á ári og taka breytingarnar mið af launa- og framfærsluvísitölu. Breytingar á gjaldskrá eru ákveðnar af rekstraraðila.

 

Opnun/lokun:

Til að Vallarsel opni kl. 06.45 verða að vera minnst þrennir foreldrar sem nýta sér það. Sama gildir um tímann til kl. 18:00

 

VEIKINDI VINSAMLEGA TILKYNNIÐ FORFÖLL.

Vinsamlega tilkynnið forföll barns sem er í hádegismat fyrir kl. 10:00. Ef barn eru veikt eða með smitsjúkdóma Á það að vera heima. Veikist barn eða slasist í leikskólanum eru foreldrar látnir vita og ætlast er til að barnið verði sótt. Tveggja daga innivera eftir veikindi er sjálfsögð. Sé að mati foreldra þörf á lengri inniveru er álitamál hvort barnið er fært um, heilsu sinnar vegna, að taka þátt í því starfi sem fram fer í leikskólanum og því óskað eftir vottorði frá lækni. Dagleg útivera er hluti af leikskólastarfinu. Sjálfsagt er að stytta útiverutíma barns í samráði við deildarstjóra ef nauðsyn er talin til.

 

SLYS:

Slasist barn í leikskólanum greiðist komugjald á slysadeild af leikskólanum. Akraneskaupstaður hefur samkvæmt lögum tryggingar er varða skaðabótakyldu, þannig að öll börn eru tryggð í leikskólanum.

LYF:

Samkvæmt ráði Heilsugæslulækna Akranesi „Lyfjagjafir á leikskólatíma eru í flestum tilfellum óþarfar, því aðeins í undantekningartilvikum þarf að gefa lyf oftar en þrisvar á dag. Og þó að lyfið þurfi að gefa þrisvar, þá skiptir ekki máli þótt rúmir 8 tímar líði á milli gjafa. Undantekningar á þessu gætu verið sykursýkis-, asthma- og ofnæmislyf og hugsanlega lyf við ofvirkni. Í slíkum tilvikum er ráðlegt að fá skrifleg fyrirmæli frá lækni til að sýna leikskólastarfsmönnum“.

 

Fatnaður:

ALLUR FATNAÐUR SKAL VERA MERKTUR. Gott er að hafa a.m.k. einn umgang af fötum fyrir utan regnfatnað og snjófatnað á vetrum. Til þess að auðvelda þrif á hólfum í fataherberginu eru foreldrar vinsamlega beðnir að TÆMA HÓLFIN Á FÖSTUDÖGUM.

Skipulagsdagar eru FJÓRIR á starfsárinu, tveir á vorönn og tveir á haustönn. Þá daga er leikskólinn lokaður.

Foreldrafundur er ávallt á haustin þar sem foreldrum er kynnt vetrarstarfið og annað er varðar starfsemi skólans.

 

Einstaklingsviðtöl:

Tvisvar á ári, að hausti og seinnipart vetrar eru foreldrar boðaðir í viðtal af deildarstjóra.  Fyrra viðtalið er létt spjall fyrir veturinn en það seinna er varðandi þroska og framgang barnsins í skólanum.  FORELDRUM ER AÐ SJÁLFSÖGÐU FRJÁLST AÐ BIÐJA UM VIÐTAL HVENÆR SEM ER OG ERU HVATTIR TIL AÐ NÝTA SÉR ÞAÐ.

 

AFMÆLI:

Ef foreldrar vilja halda upp á afmæli barnsins í leikskólanum er gott að gera það í samráði við viðkomandi deildarstjóra. Við hvetjum foreldra til að hugsa fyrir því að sykurneysla í þessum tilfellum sé í lágmarki. Popp, ís eða snakk vekja alveg eins mikla ánægju. Vinsamlega stillið kostnaði í hóf.

 

BOÐSKORT:

Í tengslum við afmæli er EKKI leyfilegt að setja boðskort í hólf einstakra barna. Þetta veldur sorg og leiðindum hjá þeim börnum sem ekki fá boðskort. Við erum tilbúnar að láta í té símanúmer eða heimilisföng barna ef foreldrar óska vegna boðskorta.