TMT

Tákn með tali (TMT) er tjáningarform, ætlað heyrandi einstaklingum sem eiga við mál- og talörðugleika að stríða.
Það er byggt á látbragði, svipbrigðum, táknum og tali.
Táknunum er skipt í:
Náttúruleg tákn – byggjast á því að athöfn er leikin eða eiginleikum lýst.
Eiginleg/samræmd tákn – eru flest fengin að láni úr táknmáli heyrnarlausra.

Í TMT eru táknin alltaf notuð samhliða töluðu máli og aðeins lykilorð hverrar setningar, eitt eða fleiri, táknuð. TMT er leið til tjáskipta jafnframt því sem hún örvar málvitund og málskilning barna.
Lögð er áhersla að nota TMT með þeim börnum sem þess þurfa. Með því að nota TMT fá börn með slakan málþroska þ.e máltjáningu og málskilning verkfæri til að tjá vilja sinn, tilfinningar og líðan.
 

http://www.tmt.is/