SOS aðferðin

 

SOS – aðferðin er alþjóðleg uppeldiaðferð þar sem verið er að leiðbeina barninu til bættrar hegðunar. Hefur hún gefist bæði foreldrum og leikskólastarfsfólki mjög vel.

Í megindráttum snýst SOS um að:

Umbuna fyrir góða hegðun. Það getur falist í félagslegri umbun, tómstundaumbun og fríðindi eða efnisleg umbun. Það  hefur gefist okkur vel að nota hrós og/eða klapp á öxlina.

Nota virka hundsun á óæskilega hegðun, eins og fýlu, ólund eða væli.

Að refsa fyrir slæma hegðun.  Fyrst þarf að velja markhegðun sem við viljum stoppa, eins og barn sem meiðir aðra, brúkar munn eða tekur bræðiköst.

 

Sú refsing sem við notum er hlé-aðferðin en hún er notuð í þennan hátt:

  • Veldu eina markhegðun í einu til að beita hléi á.
  • Veldu leiðinlegan stað fyrir hlé.
  • Útskýrði hléið fyrir barninu.
  • Bíddu þolinmóður eftir að markhegðun birtist.

Þegar markhegðun birtist:

  • Settu barnið á hléstaðinn (sem er stóll á leiðinlegum stað) og notaðu mesta lagi 10 orð og 10 sek. til þess.
  • Stilltu eggjaklukku á jafnmargar mín. og barnið er gamalt og settu hana þar sem barnið heyrir í henni.
  • Bíddu eftir að klukkan hringi. Veittu barninu enga athygli á meðan það bíður eftir að klukkan hringi.
  • Spurðu barnið, eftir að klukkan hefur hringt, hverja það telji orsök þess að það var sett í hlé.

Heimildir: SOS! Hjálp fyrir foreldra.

Viðurkennd tækni í barnauppeldi eftir Lynn Clark, Ph.D.