Snemmtæk ílhutun

Snemmtæk íhlutun

Meginmarkmið snemmtækrar íhlutunar er m.a. að reyna að koma í veg fyrir erfiðleika í þroska og aðlögun síðar á lífsleiðinni og veita fjölskyldum barna stuðning og byggja alla þá vinnu á niðurstöðum fræðilegra rannsókna. Ávallt er haft að leiðarljósi að börn geti í framtíðinni tekið virkan þátt í daglegu lífi. Niðurstöður nýrra rannsókna sýna að með markvissum aðgerðum snemmtækrar íhlutunar er unnt að hafa áhrif á þroskaframvindu barna með fötlun. Horft er á sérhæfða nálgun í stað almennrar eflingar sem hentar öllum. Ekki er þó víst að þessi snemmtæka íhlutun auki vitsmunaþroska en hún nær til félagsþroska sem skiptir miklu máli þegar komið er í grunnskóla. Þáttur foreldra er stór hluti af þessu ferli og þurfa þeir að vera virkir þátttakendur í þessu vinnuferli (Tryggvi Sigurðsson, 2008).

 

Ef barn greinist með fötlun eða sjúkdóm á fyrstu árum ævi sinnar af Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, eru miklar líkur að það gangi inn í verklag snemmtækrar íhlutunar. Þar er mikil eftirfylgd sérfræðinga og vel haldið utan um barnið á leikskólaárum þess.