Samstarfsaðilar

 

Það er þétt net af samstarfsaðilum í kringum sérkennsluna í Vallarseli, líkt og í öllum leikskólum Akraneskaupstaðar.

 

Sálfræðingar:

Við höfum aðgang að tveimur sálfræðingum sem sinna sitt hvoru skólahverfinu, þ.e Guðlaug Ásmundsdóttir sálfræðingur í Brekkubæjarskóla og Silja Jónsdóttir, sálfræðingur í Grundaskóla
 

 

Iðjuþjálfi:

Við leikskólann starfar iðjuþjálfi, Sigríður Kristín Gísladóttir. Hún þjónustar meðal annars börn í leikskólum bæjarins og er staðan greidd að hluta til af Akraneskaupstað.

Markmiðið með iðjuþjálfun er að ýta undir þátttöku og færni barna við ýmis dagleg viðfangsefni sem tengjast m.a. eigin umsjá, leik og námi. Áhersla er lögð á samvinnu iðjuþjálfa við barnið, fjölskyldu þess, starfsfólk leikskóla og aðra fagaðila eftir því sem við á hverju sinni og er stefnt að því að þjónustan fari að mestu fram í leikskólaumhverfinu.

 

Talmeinafræðingar:

Bergrós Ólafsdóttir, talmeinafræðingur starfar hjá Akraneskaupstað. Hún á fasta tíma í Vallarseli og starfar við greiningar og ráðgjöf.

 

Sjúkraþjálfi:

Elísabet Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfi tekur þau börn í þjálfun sem eru með beiðni upp á slíkt og fara þær stundir fram í sal leikskólans.

 

Ráðgjafaþroskaþjálfi:

Við Akraneskaupstað er einnig starfandi ráðgjafaþroskaþjálfi, Berglind Jóhannesdóttir sem hægt er að leita til varðandi ráðgjöf og  starfar  hún hjá félagsþjónustu Akraneskaupstaðar.  Þar er boðið upp á ráðgjöf og aðstoð við einstaklinga með fötlun og foreldra barna með fötlun en hún sinnir einnig ráðgjöf til skólanna.

 

Greiningar-og ráðgjafastöð Ríkisins:

Þegar barn verður skjólstæðingur Greiningarstöðvar fær það tengilið sem kemur reglulega á netfundi í leikskólanum og fylgir eftir sínum skjólstæðingum.