Markviss málörvun

 

Í Vallarseli er unnið með námsefnið Markviss málörvun. Markmiðið með málörvun er að:
•      efla hlustun, einbeitingu og eftirtekt
•      frumkvæði, tjáningu og hugtakaskilning
•      fara eftir munnlegum fyrirmælum

Námsefnið felur í sér kerfisbundin vinnubrögð í leik. Markmið leikjanna er að auka málvitund barnanna og er leikurinn notaður til að ná athygli þeirra og vekja áhuga um leið og leikþörf þeirra og leikgleði er mætt. Áhersla er lögð á félagslegt samspil barnanna og að fá þau öll inn í leikinn. Það á að vera gaman í markvissri málörvun.

Leikirnir eru í sex aðalflokkum:

  • Hlustunarleikir
  • Rímleikir
  • Setningar og orð
  • Samstöfur
  • Forhljóð
  • Hljóðgreining

Í leikskóla eru fjórir fyrstu flokkarnir notaðir.

Í Markvissri málörvun læra börnin að tjá sig og þau læra að hlusta. Margir leikirnir eru um leið hreyfileikir sem efla hreyfi- og félagsþroska. Allir leikirnir þjálfa athygli og einbeitingu. Þeir efla hugtakaskilning og víkka sjóndeildarhringinn.