Hlutverk sérkennslustjóra

STARFSHEITI: Sérkennslustjóri

NÆSTI YFIRMAÐUR:Leikskólastjóri

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Megin verkefni:

  • Stjórnun og skipulagning:
  • Ber ábyrgð á skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólanum ásamt leikskólastjóra.
  • Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólum.
  • Ber ábyrgð á miðlun upplýsinga milli leikskólaráðgjafa v/sérkennslu/sérkennslufulltrúa leikskóla og starfsmanna leikskólans.
  • Hefur umsjón með uppeldis- og námsgögnum leikskólans sem tengjast sérkennslu.

 

Uppeldi og menntun:

Ber ábyrgð á  að börnum sem njóta sérkennslu í leikskólanum sé boðið upp á þroskavænleg verkefni í leik og starfi.

Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og áætlana fyrir börn sem njóta sérkennslu.

Hefur yfirumsjón með að meðferðar- og kennsluáætlunum annarra sérfræðinga sé framfylgt og að skýrslur séu gerðar.

 

Foreldrasamvinna:

Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barna sem njóta sérkennslu í leikskólanum og situr fundi og viðtöl með þeim.

Veitir foreldrum/forráðamönnum barna sem njóta sérkennslu stuðning, fræðslu og ráðgjöf.

Situr foreldrafundi sem haldnir eru á vegum leikskólans.

Annað:

Ber að hafa náið samstarf við leikskólaráðgjafa v/sérkennslu og ýmsa sérfræðinga sem tengjast leikskólanum vegna barna sem njóta sérkennslu.

Situr fundi þar sem fjallað er um málefni barna sem þurfa sérfræðiaðstoð eða sérkennslu í leikskólum samkvæmt boðun yfirmanns eða hlutaðeigandi aðila.

Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varða starfsemi leikskólans.

Sinnir þeim verkefnum er varða sérkennslu sem yfirmaður felur honum.

Tekið af heimasíðu http://www.ki.is

Markmið sérkennslu innan leikskólans er að jafna möguleika barna til að þroskast og nýta leikskóladvölina með því að veita börnum sem þess þurfa sérstaka aðstoð.

Í Vallarseli er öllum börnum tryggðir bestu og mestu möguleikar á framförum. Sérhvert barn fær kennslu sem stuðlar að aukinnifærni miðað við þroskastig þess. Barnið fær að njóta sín í leik og starfi á eigin forsendum. Öll börn hafa jafna möguleika til að þroskast og nýta leikskóladvölina sem best, með því að veita þeim, sem þess þurfa, sérstaka aðstoð, (Starfsreglur varðandi sérkennslu í leikskólum á Akranesi).

Í lögum um leikskóla nr. 78 / 1994, 15.gr. segir: „Börn á leikskólaaldri sem vegna fötlunar, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika þurfa sérstaka aðstoð og þjálfun, eiga rétt á henni innan leikskólans undir handleiðslu sérfræðinga“.