Foreldrasamstarf

Foreldrasamstarf-teymisvinna

Þegar barn greinist með fötlun eða langvinna sjúkdóma er myndað teymi um barnið sem í eru foreldrar barnsins, deildarstjóri, sérkennslustjóri og þeir sérfræðingar sem koma að barninu eins og sálfræðingur, talmeinafræðingur, iðjuþjálfi  o.fl. Í teymisvinnu er nauðsynlegt að skapa rétta andrúmsloftið strax í byrjun, þar sem opinská og jákvæð samskipti sem byggjast á virðingu fyrir hvert öðru, trausti og samvinnu. Ef þeir sem eru í teymi barnsins vinna á uppbyggilegan hátt eru meiri líkur á því að samvinnan skili árangri (Turnbull o.fl., 2006).

Lögð er mikil áhersla á góða samvinnu fagfólks við foreldra og haft er í huga að foreldrar eru alltaf sérfræðingar í sínum börnum. Nauðsynlegt er að mæta foreldrum á jafnréttisgrundvelli og taka tillit til bakgrunns, aðstæðna og óska hverrar fjölskyldu (Jóna G. Ingólfsdóttir, 2008; Mayer, Bevan-Brown, Park og Savage, 2010).