Máltaka tvítyngdra barna og fjölmenning

Máltaka tvítyngdra barna og fjölmenning; Upphafið

Vallarsel sótti um og fékk styrk úr Þróunarsjóði Akraneskaupstaðar vegna Fjölmenningarlegs skólastarfs og máltöku tvítyngdra barna í leikskólanum Vallarsel.

Vallarsel hafði kallað lengi eftir aðstoð vegna máltöku tvítyngdra barna í Vallarseli, en undanfarin ár hefur orðið gífurleg fjölgun á erlendum börnum og nú höfum við fengið gullið tækifæri til móta okkar eigin verkfæri í þessari  mikilvægu vinnu sem framundan er.

Markmið verkefnisins er að efla  starfshætti í leikskólanum Vallarseli er snúa að máltöku tvítyngdra barna og  fjölmenningarlegu skólastarfi enn frekar.

Hvernig ætlum við að vinna þetta verkefni?

 • Við ætlum að bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni og starfshætti til að koma til móts við mismunandi námsþarfir ólíkra barna og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins
 • Við ætlum að auka færni starfsfólks leikskólans í að vinna með nemendum með annað móðurmál en íslensku þannig að þau eflist í virku tvítyngi
 • Við ætlum að efla samstarf við foreldra barna með annað móðurmál en íslensku

Hvað viljum við fá út úr þessu verkefni?

 • Að leikskólinn Vallarsel starfi í anda fjölmenningarlegs skólastarfs þar sem boðið verður upp á fjölbreytt viðfangsefni og starfshætti til að koma til móts við mismunandi námsþarfir ólíkra barna og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins.
 • Endurmat á móttökuáætlun  og samstarfi við foreldra barna sem hafa annað móðurmál en íslensku
 • Endurskoðun á deildarnámskrám er tengjast máltöku og málþroska barna með annað móðurmál en íslensku
 • Endurskoðun á fjölmenningastefnu Vallarsels í skólanámskrá og hún uppfærð

Hvaða leiðir ætlum við að nota til að ná markmiðum okkar?

 • Kynning á verkefninu
 • Fræðsla um máltöku barna með annað móðurmál – fyrirlestur fyrir starfsmenn
 • Kynning og stöðumat á verkefninu fjölmenningarlegt skólastarf í Vallarseli á starfsmannafundum/deildafundum
 • Fræðsla í fjölmenningu – fyrirlestur fyrir starfsmenn
 • Starfsþjálfun í fjölmenningarlegum leikskóla
 • Heimsókn starfsmanna í fjölmenningarlegan leikskóla
 • Jafningjaleiðsögn á vettvangi í máltöku barna með annað móðurmál en íslensku – deildarstjórar og talmeinafræðingur skóla- og frístundasviðs
 • Endurskoðun á námsefni
 • Endurskoðun á deildarnámskrám
 • Endurskoðun á skólanámskrá
 • Endurskoðun á móttökuáætlun
 • Fræðsla til foreldra:  Að auka samskipti heimilis og skóla

Hugmyndir að vinna með…

 • Hvert tvítyngt barn fær diskamottu með sjónrænum skilaboðum/myndum í matartíma fyrstu tvö árin
 • Endalaus endurtekning á orðum og að setja orð á allar athafnir
 • Kennsla á gólfinu sem næst börnunum
 • Orðaspjall
 • Sögugrunnur(verkleg málörvun)
 • Ipad
 • Lubbi finnur málbein
 • Leikur að orðum
 • Orð af orði
 • Lærum og leikum með hljóðin
 • Snemmtæk íhlutun
 • Áþreifanleg kennsla
 • Vettvangsferðir (íslensku kennsla í útiveru)

Að læra íslensku!

Þarf að skapa möguleika fyrir börn sem eru að læra íslensku til þess að umgangast íslensk börn utan leikskóla með áherslu á að fleiri fái tækifæri til að þess að ná betri tökum á tungumálinu.  Sem dæmi má nefna að allar tómstundir utan skólatíma er ákaflega mikilvægar í þessu samhengi, bæði hvað varðar tungumálið og ekki síður félagsfærni.

 • Sundskóli
 • Íþróttaskóli
 • Aðrar íþróttir
 • Dans
 • Sögustundir á bókasafni
 • Skátarnir
 • Heimsóknir

Í leikskólanum:

 • Setjum við orð á allar athafnir, erum íþróttafréttamenn með mjög nákvæma lýsingu á því sem er að gerast!
 • Reynum að hafa fámenna hópa í allri markvissri vinnu, hvort sem unnið er með málörvun eða aðra námsþætti.
 • Innihaldsrík samtöl við matarborð
 • Tákn með tali
 • Við leysum ágreiningur með orðum
 • Málörvunarstundir/orðaspjall/Lærum og leikum með hljóðin
 • Börn hafa gott aðgengi að bókum á hverri deild.
 • Lifandi söngur
 • Spil og annar efniviður er nýttur í eflingu málþroska
 • Yrt lausnaleit
 • Við skráum frásagnir barna við myndir þeirra
 • Notum Loðtöflur til að ramma betur inn sögur og gera þær sýnilegri börnunum
 • Myndrænt dagskipulag/ matseðill er á öllum deildum
 • Er unnið markviss með orðflokka
 • Farið er reglulega í  bókasafnið
 • Starfsfólk eru þátttakendur í leik barnanna/ alltaf til staðar/ í hæð barnanna