Máltaka tvítyngdra barna-Þróunarverkefni

 

Máltaka tvítyngdra barna

Árið 2010 urðu þær breytingar, að allt í einu voru innrituð í Vallarsel 29 tvítyngd börn. Þetta var raunveruleiki sem kom skólanum í opna skjöldu og þá var einnig ljóst að fjöldi tvítyngdra barna dreifðist ekki jafnt á meðal leikskólanna í bænum.    

Öll þessi börn áttu foreldra sem töluðu ekki íslensku og í nokkrum tilfellum töluðu þau ekki ensku.

Börnin sem þarna komu inn í skólann voru að sjálfsögðu bara með sitt móðurmál og því varð að finna út hvernig barnið gæti sem best lært að tjá sig og eiga í samskiptum við alla.  

Það að fá „allt í einu“ upp í hendurnar 30 börn af erlendum uppruna er ekki viðtekið og/eða venjulegt

Við upplifðum ákveðið skilningsleysi/fordóma gagnvart þessu gríðar stóra verkefni bæði hjá samstarfsfélögum, starfsfólki og foreldrum.

Sláandi tölur um fjölda tvítyngdra barna í Vallarseli urðu til þess að leikskólinn kallaði eftir hjálp.   

     Dreifing tvítyngdra barna á leikskólum Akraness frá 2010-2018          

  2010-2011 2011-2012 2012-2013 2013-2014 2014-2015 2015-2016 2016-2017 2017-2018
Akrasel     2 3 4 8 7 *7
Garðarsel 1 1 1 1 1 1 1 *2
Teigasel 0 0 1 5 5 5 12 *9
Vallarsel 29 32 31 32 41 32 32

*32

                                    

Í mörg ár fengum við enga áheyrn.

Árið 2015 var ákveðið að, til þess að fá  aðstoð til að koma til móts við þessa fjölgun tvítyngdra barna, sækja um styrk frá Þróunarsjóði Akraneskaupsstaðar . Þá loksins gátum við uppfært þann hluta starfsins sem viðkom þessum ört stækkandi hópi barna.

Við urðum að finna leiðir til að eiga í samskiptum við barnið þar til það var farið að skilja aðeins hvað var um að vera.  Hvað áttum við að gera og hvernig?  Út frá því var farið í mikla vinnu við að finna út hvernig best væri að taka á móti börnum með annað móðurmál en íslensku.

Hér erum við að tala um pólsk börn en þessum tíma fengu við líka inn börn frá Litháen með litháensku sem móðurmál en einnig börn frá Filipseyjum, og  Þýskalandi sem voru tvítyngd.

Í kjölfarið fór af stað mikil og öflug vinna innan leikskólans.  Niðurstaða eftir tveggja ára vinnu liggur fyrir og verður birt hér að neðan.

Byrjunin

 • Kynning á verkefninu fyrir starfsfólk- starfsmannafundur
 • Fengum aðstoð frá Fríðu B. Jónsdóttur til að byrja með. Hún kom okkur af stað og var okkur innan handar til að byrja með.
 • Fyrirlestur um fjölmenningu og tvítyngi hjá Reykjavíkurborg
 • Söfnun á efnivið og þekkingu.
 • Ráðstefna á vegum Talþjálfunar RVK
 • Ráðstefna LSP-hópsins (skólaþróun) á vegum HÍ um Learning spaces and social justice
 • Vettvangsheimsókn í leikskólana Ösp og Holt og fyrsta bekk í Fellaskóla
 • Verkefnavinna á starfsmannafundi, unnið út frá vettvangsheimsókn
 • Fyrirlestur með Sigríði Gísladóttur iðjuþjálfa um viðhorf.
 • Innleiðing nýs námsefnis. Lubbi finnur málbein og SOL-bókin
 • Starfskynning aðstoðarleikskólastjóra til Noregs með talmeinafræðingi og kennurum í grunnskólunum. Leik- og grunnskólar skoðaðir með málörvun/aðlögun tvítyngdra barna í huga
 • Fyrirlestur fyrir foreldra tvítyngdra barna með Ingibjörgu Jónsdóttur leikskólastjóra í Gefnarborg, Garði um mikilvægi tvítyngis og læsis
 • Heimsókn í Njálsborg, Lindarborg og Ægisborg í RVK sem eru að vinna með fjölmenningu,tvítyngi og læsi
 • Fyrirlestur með Fríðu B Jónsdóttur um viðhorf til fjölmenningar
 • Námskeið í KHÍ- Árangursrík málörvun
 • Ráðstefna hjá Skólaþróun og leikskólinn með fyrirlestur um Þróunarverkefnið
 • Fyrirlestur á starfsdegi á leikskólanum Garðaseli og Akrasel
 • Fyrirlestur fyrir Skóla-og frístundaráð Akraneskaupsstaðar

Viðhorf umhverfisins

Verkefni eins og þetta snýst að miklu leyti um viðhorf okkar til innflytjenda og veru þeirra hérna.  Við í í leikskólanum Vallarseli fórum ekki varhluta af því.  Hérna eru nokkur dæmi um þau viðhorf sem við vorum að berjast við:

Viðhorf samstarfsfélaga:

 • Ef þær fá styrk þá hljótum við að fá eitthvað líka“
 • Engum hygglt…allir undir sama hatti..sama hvert og hversu stór verkefnin eru
 • Það var ekki fyrr en samstarfsfélagarnir sáu tölurnar um fjölda tvítyngdra barna að þeir áttuðu sig á að Vallarsel var að kljást við allt annan veruleika en hinir leikskólarnir

Viðhorf foreldra:

 • „hvernig stendur á að það séu svona mörg tvítyngd börn á Vallarseli“?
 • „koma þau bara öll hingað“
 • „Ég veit ekki hvort að það sé hreinlega gott fyrir barnið mitt að umgangast svona mikið af útlendingum

Viðhorf starfsfólks:

 • „Af hverju er svona mikið af útlendingum hérna“
 • „Af hverju er þessu flæði útlendinga ekki meira stýrt“
 • „hvað eru allir þessi útlendingar að gera hér“
 • „þau bara skilja ekki neitt“
 • „Þau eru bara alveg mállaus“
 • „þetta fólk“
 • „Þessir pólverjar“
 • „Þetta fólk þarf nú að fara ákveða sig hvað það ætlar að vera hérna lengi“

Yfirmarkmið verkefnisins

 • Að leikskólinn Vallarsel starfi í anda fjölmenningarlegs skólastarfs þar sem boðið verður upp á fjölbreytt viðfangsefni og starfshætti til að koma til móts við mismunandi námsþarfir ólíkra barna og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins“.

Undirmarkmið verkefnisins

 • Að auka færni, skilning og umburðarlyndi starfsfólks leikskólans í vinnu með nemendum með annað móðurmál en íslensku
 • Að efla samstarf við foreldra barna með annað móðurmál en íslensku
 • Að gera fjölmenningu leikskólans sýnilegri
 • Að efla almenna málörvun fyrir öll börn í leikskólanum

Eftir að hafa unnið að þróunarverkefninu þessi tvö ár frá 2015-2017 er ýmislegt sem við höfum lært og meðtekið.  Við höfum nú þegar tekið upp breytt vinnubrögð, endurskipulagt og unnið markvisst með máltöku tvítyngdra barna.  Það er gaman frá því að segja að í kjölfarið á þessu verkefni höfum við einnig náð að koma til móts við máltöku íslenskra barna. 

En hvernig læra börn tungumálið?

Þau læra tungumál í samskiptum við aðra sem tala betra og meira tungumál en þau sjálf

Í raunverulegum aðstæðum.

 • Þar sem tækifæri gefst til þess að eiga í samræðum um merkingu út frá viðfangsefninu
 • Þar sem hægt er að nýta öll skynfæri (finna lykt, finna bragð, finna snertingu/áferð hluta, að heyra og sjá)
 • Þar sem þau upplifa að kunnátta þeirra og þekking sé mikilvæg
 • Þar sem þau fá tækifæri til virkrar þátttöku í stað þess að vera óvirk
 • Þar sem mikið er lesið fyrir þau
 • Þar sem mikið er spjallað og rætt við þau
 • Þar sem hinn fullorðni, hvort sem um kennara eða foreldri er að ræða, leggur sig eftir því að gefa sér tíma til að hlusta á og styðja við að koma merkingu sinni á framfær
 • Þar sem málörvun og stuðningur er við tungumálið:                                                                                                                                                                                                                                                          Tengist því sem verið er að vinna með í barnahópnum, þau eru undirbúin fyrir þátttöku í verkefnum og fá stuðning við það.   Tala við þau endalaust og nota fjölbreytt orð – orðasambönd – hugtök ofl.

Hvernig getum við auðveldað barni þátttöku í verkefnum leikskóladagsins?

 • Við þurfum að tala hægar og einfalda mál okkar
 • Við notum myndir, látbragð og sjónrænar vísbendingar til að gera fyrirmæli skiljanlegri. Mottur í matartímum, sjónrænt skipulag í fataherbergi, tónlistarrenningar, myndakippur og fleira.
 • Við notum raunveruleg verkefni; þema- og könnunarverkefni eru gagnleg.
 • Með því að snerta, hlusta, lykta, og prófa um leið og samræður um viðfangsefnið fara fram aukast líkurnar á því að barnið skilji það sem fram fer og læri smátt og smátt viðeigandi orðaforða
 • Með því að Endurtaka-Endurtaka – Endurtaka
 • Við lesum sömu söguna aftur og aftur og  við notum leikmuni með sögunum.
 • Við nýtum okkur Loðtöflusgögur
 • Við syngjum og förum oft með sömu þulurnar og vísurnar
 • Við endurtökum oft sömu orðin í ólíku samhengi
 • Við fáum aðstoð foreldra eða starfsmanna til að til að útskýra viðfangsefnin á móðurmáli þeirra barna sem enn eru byrjendur í íslensku.

Hugmyndir að því hvernig hægt er að auðvelta barni þátttöku í verkefnum leikskóladagsins.

Sögur og leikmunir

Myndrænt dagskipulag

Myndræn stýring í fataherbergi

Diskamotta(f.boðskipti í matartíma)