Einstaklingsnámskrá

Einstaklingsnámskrá

Einstaklingsnámskrá er gerð til að tryggja að barn fái þá aðstoð sem það þarf á að halda og því eiga foreldrar fullan rétt á að vera þátttakendur í gerð hennar. Gengið skal út frá stöðu barnsins hverju sinni í einstaklingsnámskrá og þarf að uppfæra hana reglulega því hún er aldrei fullunnin. Það sem helst þarf að hafa í huga er: hvað á barnið að læra (skamm- og langtímamarkmið), hvaða aðferðum á að beita, hvaða gögn eða tæki á að nota, við hvaða aðstæður, hvernig og hvenær skal meta árangur. Mikilvægt er að unnið sé út frá áhugasviði og styrkleikum barnsins og styrkja jákvæða hegðun og félagsleg samskipti við aðra (Jóna G. Ingólfsdóttir, 2008). Í Vallarseli vinnur sérkennslustjóri einstaklingsnámskrár í samvinnu við fagaðila, stuðningsaðila, og foreldra.