Sérkennsla

Sérkennsla

 Í Vallarseli er starfandi sérkennslustjóri sem einnig gegnir stöðu aðstoðarleikskólastjóra. Sérkennslustjóri/aðstoðarleikskólastjóri í Vallarseli er Kristín Sveinsdóttir, leikskólakennari og meistaranemi í sérkennslufræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Sérkennslustjóri hefur forgöngu um sérkennslumál skólans og vinnur náið með fagteymi Akranesskaupstaðar. Í Vallarseli er unnið að því að koma til móts við öll börn og unnið er í anda menntastefnunar skóla án aðgreiningar.  Kristín er ekki með fastan viðtalstíma en öllum foreldrum leikskólans er velkomið að koma eða hringja og fá tíma eftir samkomulagi eða senda tölvupóst.

Netfang: kristin.sveinsdottir@akranes.is