Leikurinn

Leikur:

Leikurinn í allri sinni fjölbreytni er einn af aðaláherslum  Vallarsels. Leikurinn er hornsteinn leikskólastarfsins og ein mikilvægasta náms- og þroskaleið barnanna. Í leiknum tjáir barnið tilfinningar sínar og fær útrás fyrir þær.  Leikurinn er sjálfstjáning barnsins og besta leiðin til þroska og þekkingar.  Barnið aflar sér reynslu og dýrmætrar upplifunar í leiknum.  Hann greiðir fyrir vexti og þroska.  Það er fyrst og fremst í leik sem börn eignast vini.  Leikurinn er kennluaðferð í leikskólastarfinu og námsleið barnsins.
Hann er eðlilegasta lífstjáning allra barna.

 

Val:

Valið er rammi utan um frjálsa leikinn. Þar geta börnin valið sér þau svæði sem þau vilja leika sér á. Við bjóðum alltaf uppá sömu svæðin en reynum að  hafa fjölbreyttan efnivið.  Valið fer fram daglega og jafnvel tvisvar á dag.

Markmiðin með vali eru m.a.:

√     að hafa val um hvar er leikið og við hverja

√     að leika sér í litlum hóp

√     að velja sér efnivið við hæfi

√     að efla samstöðu og samvinnu í hópnum

√     að börnin læri að bíða eftir að röðin komi að sér

√     að barnið læri að standa við það sem það velur