Velkomin á heimasíðu Vallarsels

Velkomin á heimasíðu Vallarsels

Velkomin á heimasíðu Vallarsels

Fréttabréf og matseðill

Hér er fréttabréf desember sem við hvetjum ykkur til að lesa.  2017 desember

Opið hús

Kæru foreldrar/forráðamenn. Við minnum á Opið hús á morgun 22.nóvember, frá klukkan 9.00-10.30.  Þar gefst foreldrum/forráðamönnum tækifæri að koma og föndra jólaskraut með börnunum.                                 

Bók að gjöf

Fulltrúi frá Foreldrafélagi ættleiddra barna, Sigurrós Ingimarsdóttir kom og gaf skólanum þessa góðu gjöf.  Aldrei er of oft minnst á góð, falleg og eðlileg tengsl foreldra og barna. Takk fyrir Rós Ingimars og félagar.

Þjóðhátíðardagur Póllands

Á morgun er þjóðhátíðardagur Póllands.  Árlega eru skólanum okkar mörg pólsk börn og foreldrar þeirra og sem svo sannarlega auðga okkar leikskólalíf.  Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með daginn.

Gjöf frá Líf

Í vikunni fengum við góða gesti í heimsókn frá Slysavarnardeildinni Líf sem gáfu öllum krökkunum endurskinsmerki.  Við höfum áður notið velvildar þeirra Lífarkvenna og þökkum þeim innilega fyrir hlýhuginn.

Ársskýrsla 2016-2017

Hér er ársskýrsla skólans fyrir skólaárið 2016-2017 sem við hvetjum fólk til að kynna sér.  Ársskýrsla 2016-2017

Matseðill fyrir nóvember

Hvetjum ykkur til að skoða, eru líka við allar deildir.

Þjóðhátíðardagur Alsír

Í dag er þjóðhátíðardagur Alsír og við óskum þeim sem eiga rætur sínar að rekja þangað til hamingju með daginn.