Jaðar

Beinn sími á Jaðar er 433-1225

jadar

Kæru foreldrar.

Á morgun föstudag er síðasti dagurinn fyrir sumarfrí.  Flest barnanna á Jaðri fara í frí þá og nokkur eru þegar farin í sumarfrí.  Þá eru enn nokkur sem ætla að nýta sér Sumarskólann.
Skólinn opnar svo aftur eftir sumafrí, þann 4.ágúst og eiga börnin þá að mæta á Jaðar.  6.ágúst flytjast svo börnin yfir á Lund eftir morgunmat þann daginn. Þá eru börnin hætt á Jaðar og við taka spennandi tímar á nýrri deild, með nýjum konum og nýjum börnum.  Held að flestum sé farið að hlakka til að komast á „Stóra deild“.  Þau börn sem nýta sér Sumarskólann og koma þar af leiðandi seinna inn eftir frí fara beint á Lund.

Við viljum þakka ykkur öllum fyrir frábæran tíma, þessi tvö ár hafa liðið allt of hratt og við eigum eftir að sakna barnanna mjög mikið enda eru þau hreint út sagt FRÁBÆR BÖRN sem eiga FRÁBÆRA FORELDRA.

Ef það vakna einhverjar spurningar þá bara endilega hafið samband.

Sumarkveðjur til ykkar allra.

Villa, Stína, Ása, Hanna og Danuta