news

Opnun leikskólans eftir sumarfrí.

04. 08. 2020

Sæl öll. Leikskólinn Vallarsel opnar aftur eftir sumarfrí á fimmtudaginn 6.ágúst klukkan 12. Starfsmenn verða hins vegar mættir til vinnu klukkan 8 um morguninn og mun þessi fyrri partur dags verða nýttur til að koma skólanum í starfhæft umhverfi. Það eru þó hins vegar blikur á lofti og Covid-19 er enn að hrella okkur. Við munum því byrja á að taka á móti börnunum í anddyri eins og áður fyrir lokun og skilum úti á meðan veður leyfir. Við þurfum að passa upp á tveggja metrar regluna, almennar smitvarnir og einstaklingsbundnar sóttvarnir og þá er mikilvægt að fækka snertiflötum eins mikið og hægt er. Við vitum að þetta kemur illa við marga en við verðum öll að leggjast á eitt.

Varðandi foreldra barna sem eru að koma í aðlögun þá munum við eiga samtal við þá um fyrirkomulag og munum við senda út skipulag þess vegna fyrir helgi.

Hlökkum til að sjá ykkur öll

Bestu kveðjur

Björg og Vilborg stjórnendur í leikskólanum Vallarseli


© 2016 - 2020 Karellen