news

Dagur leikskólans

06. 02. 2019

Í dag 6.febrúar er Dagur leikskólans. Við í Vallarseli byrjuðum hann með söngstund í salnum þar sem við fögnuðum fljölbreytileika dagsins og skólans í alls konar litum, enda erum við fjölmenningarskóli.

En það er vert að huga að fleiru í tilefni dagsins. Leikskólinn er fyrsta skólastig barnsins og jafnvel það mikilvægasta. Þar er lagður grunnurinn að öllu því sem síðar kemur. Samt á hann undir högg að sækja í svo mörgu. Í allt of mörg ár höfum við þurft að berjast fyrir launum fyrir okkar menntun og mannsæmandi launum fyrir leiðbeinendur og aðstöðu bæði fyrir nemendur og starfsmenn. Og enn heyrist að leikskólinn sé bara gæsla og þar geti hver sem er unnið.

En við vitum svo miklu betur og sættum okkur ekki lengur við það sjónarmið og á bak við okkur eru foreldrar sem vita líka betur og sætta sig ekki heldur við annað en að lögum, reglum og námskrám sé fylgt fast eftir. Þeir eru okkar öflugustu bandamenn og verður gaman að vera með þeim áfram í þessari baráttu.

© 2016 - 2020 Karellen