news

Aðlögun á Vallarseli

07. 08. 2020

Sæl.

Á mánudaginn byrjar aðlögun hjá fyrsta hópi á Vallarseli klukkan 9. Þar sem Covid-19 er enn að hrella okkur þurfum við að gæta að öllum smitvörnum og munum því byrja fyrsta dag aðlögunar á útiveru og því er gott að mæta í útifötum/ regnfötum eða eftir því hvernig veðrið verður. Fyrsti dagur er yfirleitt u.þ.b klukkutími og munum við halda okkur við það.

Við munum svo taka hvern dag fyrir sig og sjá hvernig skipulag aðlögunar verður og munu deildarstjórarnir fara yfir það með ykkur. Við teljum enga þörf á grímum en minnum á handþvott og sprittun eins og kostur er.

Varðandi hóp 2 í aðlögun þá munum við vera í sambandi við þá foreldra þegar þar að kemur. Við þurfum að stíga varlega til jarðar og fara gætilega í þessum faraldri og því er erfitt að gera langtíma plön.

Hlökkum til að sjá ykkur.

© 2016 - 2020 Karellen