Virkt foreldrafélag er mikil stoð og styrkur hverjum leikskóla.
Þegar barn byrjar í leikskólanum verða foreldrarnir sjálfkrafa félagar í foreldrafélaginu. Félagið er fyrst og fremst stuðningsfélag við skólann og hefur látið margt gott af sér leiða og tekið þátt í mörgu sem kemur börnunum og skólanum til góða.
Á hverju hausti er þess farið á leit við foreldra að þeir gefi kost á sér sem fulltrúar í félagið næsta skólaár. Æskilegt er að í því séu tveir fulltrúar af hverri deild ásamt einum fulltrúa frá starfsfólki og aðstoðarleikskólastjóra.
Foreldrafélagið fundar með þeim eftir þörfum. Þar eru m.a. málefni er koma leikskólanum til góða rædd, starfið framundan, ýmsar uppákomur og annað sem upp á borðið kemur.
Ferða- og skemmtisjóður: Þessi sjóður er alfarið í höndum foreldrafélagsins. Greiddar eru kr. 3000 – einu sinni á ári inn á bankareikning á nafni sjóðsins.
Hálft gjald er greitt fyrir barn nr tvö og frítt fyrir það þriðja.
Greitt er í gengum heimabanka. Kt. félagsins 501100-3660

Foreldrar eru hvattir til að greiða gjaldið skilvíslega því þannig er tryggt að allir foreldrar leggi í þennan sameiginlega sjóð sem er eingöngu notaður fyrir börnin.
Hafi foreldrar einhverjar hugmyndir um hvernig starf félagsins geti verið eða eru tilbúin að aðstoða þegar þörf er á vinsamlegast hafið samband við fulltrúa í (foreldraráði).
© 2016 - 2020 Karellen