Í dag er síðasti vetrardagur og þá er afa- og ömmukaffið okkar. Það var heldur betur mikið líf í húsinu og ómetanlegt fyrir börnin að fá sína afa og ömmur. Vð þökkum öllum innilega fyrir komuna.

Í dag erum við líka að afhenda sumargjöf frá foreldrafélaginu sem við þökkum sömuleiðis innilega fyrir. Það er gott að eiga alla þessa frábæru foreldra að.