Alþjóðlegi móðurmálsdagurinn

Á morgun miðvikudaginn 21.feb, er Alþjóðlegi móðurmálsdagurinn.  Í Vallarseli erum við glöð að vera með fjölþjóðlegt samfélag og í skólanum eru börn frá Íslandi og 9 öðrum löndum. Við leggjum áherslu á að börnin geti talað sín á milli á sínu tungumáli þar sem því verður við komið og auðgar það svo sannarlega tilveruna okkar.

Til gamans og í tilefni dagsins er hér „til hamingju“ m.a. á:

Pólsku – wszystkiego najlepszego

Færeysku – til lykku

Finnsku – onneski olkoon

Dönsku – tillykke

Spænsku – felicitaciones

Frá Albaníu – gezuar

Frá Gana – congratulations

Frá Taílandi – ขอแสดงความยินดีกับวันนี้