Sumarlokun 2018

Nú er orðið ljóst hvaða tímabil skólinn verður lokaður vegna sumarleyfa í sumar.  Af þeim 110 sem kusu var yfirgnæfandi meirihluti, eða  78 sem völdu tímabilið 9.júlí – 3.ágúst og 25 völdu tímabilið 2. – 27.júlí.  Opnum aftur þriðjudaginn 7.ágúst.

Á næstu vikum verður send út könnun til foreldra um viðbótarsumarleyfi og skólalok elstu barnanna.  Athygli er vakin á að ef valið er að fara í 5 vikna samfellt frí þá eru þær vikur gjaldfrjálsar.