Gjöf frá Líf

Í vikunni fengum við góða gesti í heimsókn frá Slysavarnardeildinni Líf sem gáfu öllum krökkunum endurskinsmerki.  Við höfum áður notið velvildar þeirra Lífarkvenna og þökkum þeim innilega fyrir hlýhuginn.